Vantar þig WordPress snjallvef
Um okkur
Við höfum yfir 23 ára reynslu af margvíslegum vefþjónustuverkefnum fyrir stór og smá fyrirtæki víðsvegar um heiminn.
Við leggjum hart að okkur að hanna aðgengilega, stílhreina og snyrtilega snjallvefi sem skapa góða ímynd fyrir viðskiptavini okkar og móta veftilvist þeirra til langframa.
Verkefnin okkar
Hvers vegna WordPress
Kerfið sjálft kostar ekkert og það eru til hundruð tilbúinna sniðmáta sem hægt er að fá ókeypis.
Ef þú hefur ekki tíma til að standa í hönnun og uppsetningu á nýjum snjallvef þá kostar sú þjónusta frá 30.000 kr. og upp úr eftir stærð og umfangi.
Hvað kostar WordPress snjallvefur
Innifalið í því er yfirfærsla á gögnum frá gamla vefnum yfir í þann nýja, tengingar við samfélagsmiðla, uppsetning póstlista og kennsla á stjórnborð vefsins o.fl.
Ef gagnamagnið er mikið s.s. stórir vörulistar eða margra ára fréttasafn þá gerum við tilboð í þann hluta og fer kostnaður eftir því hvort hægt er að flytja gögnin sjálfvirkt eða handvirkt.
Tilboð
Í tilboðinu koma fram allar upplýsingar um kostnað við hönnun og uppsetningu á snjallvefnum ásamt flutningi og innsetningu gagna, tengingum við samfélagsmiðla, uppsetning póstlista og kennslu í að setja inn efni og uppfæra vefinn.