Að vera í fremstu röð
Fyrirtæki sem eru í fremstu röð á netinu hafa það sameiginlegt að vinna markvisst að því að koma vefsíðum sínum í efstu sæti stærstu leitarvélanna á þann hátt að helstu markhópar þeirra finni þær fljótt og auðveldlega.
Með því móti ná þau ekki aðeins beint til bestu viðskiptavina sinna heldur verður vefsvæði þeirra að öflugu markaðs- og viðskiptatæki sem skilar beinum tekjum í kassann með minni kostnaði, aukinni hagræðingu og betri nýtingu á lykil starfsmönnum.
Þrátt fyrir þau augljósu viðskiptatækifæri sem felast í markaðssetningu á netinu þá notfæra fá fyrirtæki sér þessa þekkingu til þess að gera vefsíður sínar aðgengilegri fyrir markhópa sína. Þau fyrirtæki sem hafa unnið markvisst að markaðssetningu á netinu hafa því mikið forskot á keppinauta sína.
Fyrir aðeins nokkrum árum var var frekar auðvelt að markaðssetja vörur og fyrirtæki á netinu, með nokkrum “trixum” var hægt að tryggja topp stöðu í leitarniðurstöðum og fá gríðarlegt magn heimsókna á vefinn, þetta er liðin tíð. Aðferðir sem virkuðu fyrir einu ári síðan geta núna orðið til þess að vefur fyrirtækis sé bannfærður og tekinn út af tiltekinni leitarvél.
Í dag eru aðferðirnar orðnar svo flóknar og viðamiklar og breytingar á þessu sviði svo örar að sérfræðingar í markaðssetningu á netinu þurfa að hafa sig alla við til þess að halda í við þróunina.
Markaðssetning á netinu er þríþætt:
- Að auka aðsókn valdra markhópa inn á vefsíðuna sem eru að leita að vörum og þjónustu fyrirtækisins.
- Að gera vefsíðuna leitarvélavæna þannig að hún komi upp í efstu sætum leitarniðurstaðna fyrir leitarorð sem þessi markhópur notar.
- Að gera vefsíðuna söluvæna til þess að auka nýtingarhlutfall á heimsóknum.
Aukin aðsókn á vefsíðuna
Til þess að finna tiltekna vöru eða þjónustu á Netinu þá notar fólk í flestum tilvikum leitarfrasa sem eru lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem það leitar að. Ef þessi leitarfrasi er ekki til staðar í vefnum þínum, þá kemur vefurinn þinn ekki upp í leitarniðurstöðunni. Vefur fyrirtækisins er því nánast ósýnilegur á netinu, og fyrirtækið nær því ekki til markhópsins í gegnum þennan öfluga miðil.
Með leitarfrasagreiningu er hægt að sjá nákvæmlega HVERJU markhópurinn þinn er að leita að þannig að þú getir notað réttu leitarstrengina til þess að laða að áhugasama viðskiptavini í kauphugleiðingum. Þú getur fengið ítarlegan lista yfir mest notuðu leitarfrasana og séð hve margir notuðu hvern leitarfrasa í hverjum mánuði.
Fjöldi leitarfrasa getur hlaupið á tugum, hundruðum eða tugþúsundum. Meðal þess sem farið er yfir í leitarfrasagreiningu eru B2B og B2C leitarfrasar yfir faghugtök, orð og orðasambönd, vöruflokka, vörur og vörumerki, þjónustuflokka og þjónustur, hliðarorð, tengd orðasambönd o.fl.
Þegar markhópurinn hefur verið greindur ásamt öllum helstu leitarfrösum sem höfða til hans er gerð úttekt á því hvað helstu samkeppnisaðilar eru að gera á netinu. Í því sambandi er gerður samanburð á 10 helstu samkeppnisaðilum þínum á netinu.
Í lok verksins er afhent skýrsla sem inniheldur nöfn og lén samkeppnisaðilanna, fjölda auglýsingaherferða sem þeir halda úti, hvað þeir eru að borga fyrir auglýsingarnar, hve margar síður þeir eru með skráðar hjá Google, fjöldi tengla inn og út af vefsvæðunum þeirra, page rank staða vefsvæðanna þeirra og margt fleira sem nýtist þér til þess að ná markaðslegu forskoti á netinu.
Betri staða á leitarvélunum
Stærstu leitarvélarnar eins og Google eru stöðugt að uppfæra og breyta reikniformúlum sem ákvarða stöðu vefsvæða í leitarniðurstöðum. Það sem gildir í dag til þess að fá vefsíðu hátt skráða hjá leitarvél getur verið úrelt á morgun. Þess vegna fylgjumst við daglega með breytingum hjá leitarvélunum og tryggjum þannig að viðskiptavinir okkar séu ávallt í fremstu röð.
Vefsíðugreining tryggir að vefurinn þinn sé leitarvélavænn fyrir helstu leitarorð og leitarstrengi sem ákveðið er að nota í markaðssetningu vefsins. Meðal þess sem farið er yfir í vefsíðugreiningu er úttekt á 20 lykilatriðum sem ákvarða stöðu vefsins á leitarvélunum. Þetta á við um kóða, META tög, texta, leitarorðatíðni, orðafjölda á síðu, nöfn á skrám og möppum o.fl. sem nauðsynlegt er að hafa í lagi til þess að vefurinn komi ofarlega í leitarniðurstöðum stærstu leitarvélanna.
Aukin viðskipti á netinu
Þegar vefurinn er farinn að fá mikla aðsókn áhugasamra viðskiptavina þá þarf að gera þeim auðvelt fyrir að ná markmiði sínu hvort sem það er að kaupa vörur eða þjónustu beint á vefnum, fá upplýsingar um fyrirtækið, vörur, útibú eða umboðsaðila, skrá sig á póstlista, hafa samband eða annað.
Með því að móta vefinn í samræmi við markhópagreininguna er líklegra að notandinn hafi samband og eigi viðskipti við fyrirtækið. Gott og vel úthugsað notendaviðmót eykur nýtingarhlutfall heimsókna. Tekið er mið af einkennum og áhugamálum hvers notendahóps fyrir sig, þörfum þeirra, væntingum, spurningum og fyrirstöðum svarað, og lögð áherslu á þau atriði sem skipta notandann mestu máli.
Mikilvægt er að hanna skjáflæðið þannig að notandinn nái markmiði sínu flótt og auðveldlega með sem fæstum smellum og með sem minnstri fyrirhöfn.
Viðmótsgreining eykur líkurnar á að markhópurinn framkvæmi þær aðgerðir sem honum er ætlað að gera. Meðal þess sem skiptir máli í viðmótsgreiningu er þema vefsins, texti, útlit, skjáflæði og annað sem haft gæti áhrif á hegðun og ákvarðanatöku markhópsins.
Bestur árangur næst með reglulegum viðmótsprófunum þar sem helstu aðgerðir eru prófaðar og mældar út frá markmiðum, þörfum og kröfum markhópsins.
[button link=“http://snjallvefur.is/um-okkur/hafa-samband“ size=“large“ align=“right“ full=“true“ color=“orange“]Smelltu hér til að fá meiri upplýsingar[/button]