Skráning á sérvalinni Facebook vefslóð með nafni fyrirtækis, vöru, þjónustu eða lykilorðs.
www.facebook.com/nafn-eda-lykilord
Nafnið eða lykilorðið sem þú velur í slóðina verður að innihalda 5 stafi eða meira og má ekki innihalda séríslenska stafi. Getur verið með punkt eða strikamerki á milli orða til aðgreiningar.
Þegar pöntun berst þá athugum við hvort Facebook vefslóðin er laus og skráum hana ef svo er. Ef hún er ekki laus þá komum við með tillögur að öðrum svipuðum vefslóðum og skráum þá vefslóð sem þú samþykkir. Eftir að greiðsla hefur borist bætum við þér við sem stjórnanda síðunnar og þú tekur formlega við henni.